Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Allt það helsta frá þriðja keppnisdegi Shriners Open
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 6. október 2019 kl. 11:46

Myndband: Allt það helsta frá þriðja keppnisdegi Shriners Open

Lokadagur Shriners Open mótsins á PGA mótaröðinni fer fram í dag, sunnudag, á TPC Summerlin vellinum.

Kevin Na hefur púttað frábærlega til þessa í mótinu og er efstur á 22 höggum undir pari. Hann er með tveggja högga forystu á Patrick Cantlay sem er annar.

Takist Na að sigra í dag verður það fjórði sigurinn hans á PGA mótaröðinni og sá þriðji á rúmlega ári.

Staðan fyrir lokahringinn:

1. Kevin Na, -22
2. Patrick Cantlay, -20
3. Pat Perez, -18
4. Sam Ryder, -17
4. Lucas Glover, -17