Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Justin Thomas gerir grín að Patrick Reed
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 22:00

Myndband: Justin Thomas gerir grín að Patrick Reed

Það hefur lítið verið fjallað um annað en vítishöggin tvö sem Patrick Reed fékk dæmt á sig á þriðja hring Hero World Challenge mótsins sem fór fram um helgina.

Menn eins og Rory McIlroy og Cameron Smith hafa tjáð sig um málið en sá síðar nefndi er líkt og Reed að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn sem hefst á fimmtudaginn. Þar mun Smith leika fyrir Alþjóðaliðið á meðan Reed leikur fyrir bandaríska liðið. Reed hefur síðan tjáð sig um málið og sagt það rangt að hann sé kallaður svindlari.

Liðin léku æfingahring í dag á Royal Melbourne vellinum og var Reed í holli með Justin Thomas. Á einni holunni sló Thomas í glompu og var lega boltans ansi slæm. Hann ákvað því að kalla á Reed og spyrja hann hvort að þetta væri í lagi og líkti eftir því sem hafði gerst á Hero World Challenge mótinu. Athæfið uppskar mikinn hlátur á meðal áhorfenda og spilara en það má sjá hér að neðan.