Fréttir

Myndband: McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á BMW PGA
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 22:53

Myndband: McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á BMW PGA

Rory McIlroy komst í dag í gegnum niðurskurðinn á BMW PGA meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

McIlroy lék annan hring mótsins á þremur höggum undir pari og var því samtals á höggi yfir pari eftir tvo hringi.

Tveir fuglar á síðustu fimm holunum, þar sem McIlroy vippaði meðal annars í fyrir fugli, þýddu það að McIlroy komst áfram og var hann alveg á niðurskurðarlínunni.

„Ætli ég hafi ekki spilað aðeins betur í dag en mér líður samt ekki eins og allt sé farið að smella hjá mér,“ sagði McIlroy í viðtali við Sky Sports. „Ég barðist vel, aðstæður voru augljóslega töluvert erfiðari í dag en í gær.

Ég er ánægður að fá að vera hérna um helgina.“

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.