Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Púttið sem tryggði Blanco sigur á Írlandi
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 13. október 2019 kl. 19:38

Myndband: Púttið sem tryggði Blanco sigur á Írlandi

Það var mikil dramatík á Irish Challenge mótinu í dag sem fór fram á Áskorendamótaröðinni í golfi.

Vegna veðurs þurfti að aflýsa lokahring mótsins en þar sem tveir keppendur voru jafnir í efsta sæti og voru þeir látnir spila bráðabana um sigurinn.

Alls spiluðu þeir Emilio Cuartero Blanco og Oscar Lengden þrjár holur í bráðabana og réðust úrslitin á flottu pútti hjá Blanco fyrir fugli í þriðju tilraun. Myndband af púttinu má sjá hér fyrir neðan.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á meðal keppenda í mótinu og náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni þegar hann endaði í 9. sæti.