Fréttir

Myndband: Rahm gleymdi að merkja boltann og fékk víti
Jon Rahm.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 30. ágúst 2020 kl. 10:23

Myndband: Rahm gleymdi að merkja boltann og fékk víti

Spánverjinn Jon Rahm lenti í ansi skondnu atviki á þriðja hring BMW meistaramótsins sem fer fram á PGA mótaröðinni um helgina.

Rahm var búinn að slá innáhögg sitt á 5. holu inn á flöt þegar hann tók upp boltann og ætlaði að rétta kylfusveini sínum. Um leið og Rahm var búinn að taka boltann upp áttaði hann sig á að hann hafði ekki merkt bolta sinn og því fékk hann víti.

Þrátt fyrir þetta atvik lék Rahm þriðja hringinn á 66 höggum sem er lægsta skor mótsins til þessa. Rahm er jafn í 6. sæti fyrir lokahringinn á 2 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.