Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Verstu höggin á Masters
Jon Rahm.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. nóvember 2020 kl. 08:44

Myndband: Verstu höggin á Masters

Dustin Johnson sló mótsmetið á Masters mótinu um síðustu helgi þegar hann spilaði hringina fjóra á 20 höggum undir pari. Fjölmargir kylfingar léku vel í mótinu og voru til að mynda 43 kylfingar undir pari í mótinu.

Á heimasíðu Masters mótsins var hins vegar hægt að sjá öll golfhögg allra keppenda og var því nokkuð auðvelt fyrir aðdáendur að setja saman myndband af verstu höggum mótsins eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Örninn 2025
Örninn 2025

Í myndbandinu má sjá högg frá Rory McIlroy, Jon Rahm, Justin Thomas og Colin Morikawa svo einhver dæmi séu tekin.