Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Þriðjudagur 14. júlí 2009 kl. 17:04

Opna SKB styrktarmótið á laugardaginn

Opna SKB styrktarmótið fyrir Styrktarfélag krabbameinsnssjúkra barna fer fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði n.k. laugardag. Mótsgjöld renna óskert til SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun félagsins var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega.

Aðalstyrktaraðili er Golfklúbbur Sandgerðis og helstu velunnarar mótsins eru Olís, Sparisjóðurinn í Keflavík, Málning hf, Samkaup, Golfbúðin ehf, Landsbankinn, Happi hf, Viðhald og Nýsmíði hf, T.M., Pacta, Börkur hf, Pro Golf, Humarsalan, Vínheimar o.fl.

Mótið er punktakeppni með forgjöf og að þessu sinni verður leikið í einum opnum flokki. Hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Ræst verður út frá kl.08:00. Skráning er hafin á golf.is og  í síma 423-7802.

Vegleg verðlaun eru fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppninni og besta skor án forgjafar:
1. Stórglæsilegt Coleman þriggja brennara gasgrill frá Olís að verðmæti 75.000 kr.
2. 25.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.       
3. 20.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.
4. 15.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.
5. 10.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.
Fyrir besta skor án forgjafar 25.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.

Veitt verða þrenn nándarverðlaun (kylfingar fá tvö tækifæri á hverja par 3 holu).
á 2/11 15.000 kr. Gjafabréf frá Samkaup.
á 5/14 15.000 kr. Gjafabréf frá Málningu hf.
á 6/15 15.000 kr. Gjafabréf frá Golfbúðinni.
Fyrir lengsta teighögg á 8/17 braut 15.000 kr.Gjafabréf frá Samkaup.
Fyrir næstur holu á 9/18 braut í þremur höggum 15.000 kr. Gjafabréf frá Málningu hf.
Ennfremur verður dregið úr skorkortum í mótslok þar sem hægt verður að kaupa aukakort fyrir úrdráttinn.

 

Örninn 2025
Örninn 2025