Fréttir

Öruggur sigur Henderson
Sunnudagur 22. janúar 2023 kl. 22:27

Öruggur sigur Henderson

Brooke Henderson sigraði örugglega á fyrsta móti LPGA mótaraðarinnar sem fram fór á Lake Nona golfvellinum í Orlando. Hún lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á samtals 16 höggum undir pari eða fjórum betur en næstu keppinautar hennar sem voru Charley Hull frá Englandi og Maja Stark frá Svíþjóð. Þær léku báðar lokahringinn á þremur höggum undir pari og deila öðru sætinu á samtals 12 undir.

Brooke lék stöðugt og öruggt golf í dag og gerði það sem þurfti til að tryggja sér níunda sigurinn á mótaröðinni með glæsibrag. Nýi TaylorMade búnaðurinn sem hún var að nota í fyrsta skipti í móti virðist virka vel. Þrír fuglar og einn skolli, einfalt og öruggt golf. 

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Nelly Korda sem haldið var að myndi helst ná að veita Brooke keppni átti erfiða dag á vellinum. Hún fékk þrjá skolla og þrjá fugla á hringnum og lék á sléttu pari. Nelly náði ekki að halda í við Brooke í lokaráshópnum í dag og féll niður í fjórða sæti.