Fréttir

PGA: 30 ár frá því að Mickelson sigraði sem áhugakylfingur
Phil Mickelson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 18:00

PGA: 30 ár frá því að Mickelson sigraði sem áhugakylfingur

Það var á þessum degi árið 1991 sem Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson sigraði á Northern Telecom Open mótinu sem áhugakylfingur.

Mickelson, sem var þá 20 ára gamall, er síðasti kylfingurinn sem hefur unnið PGA mót sem áhugakylfingur en þetta var fyrsti sigurinn hans af alls 44 á mótaröðinni.

Fyrir sigurinn hefði Mickelson fengið 180.000 dollara en þar sem hann var áhugakylfingur gat hann ekki tekið við þeirri fjárhæð.

„Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Mickelson við AP á sínum tíma. „Ég er á námsstyrk og fólkið mitt hjálpar mér.“

Áður en Mickelson sigraði sem áhugakylfingur höfðu einungis sex aðrir kylfingar afrekað það á PGA mótaröðinni. Sá síðasti var Scott Verplank árið 1985 og þar áður Doug Sanders árið 1956.

Áhugakylfingar sem hafa unnið á PGA mótaröðinni:

1945 — Fred Haas, Memphis Invitational
1945 — Cary Middlecoff, North & South Open
1945 — Frank Stranahan, Durham War Bond Tournament
1948 — Frank Stranahan, Miami Open
1954 — Gene Littler, San Diego Open
1956 — Doug Sanders, Canadian Open
1985 — Scott Verplank, Western Open
1991 — Phil Mickelson, Northern Telecom Open