Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

PGA: 60 högg hjá Snedeker
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 09:00

PGA: 60 högg hjá Snedeker

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker átti besta hring allra keppenda á öðrum keppnisdegi Opna kanadíska mótsins sem fram fer á PGA mótaröðinni um þessar mundir.

Snedeker lék á 60 höggum og var á tímabili útlit fyrir að hann spilaði í annað skiptið á ferlinum undir 60 höggum. Einungis níu kylfingar hafa afrekað það í sögu mótaraðarinnar og meðal þeirra er einmitt Snedeker sem lék á 59 höggum á Wyndham Championship í fyrra.

Snedeker er jafn í 3. sæti eftir tvo hringi í mótinu, höggi á eftir þeim Scott Brown og Matt Kuchar sem deila forystunni.

Rory McIlroy er kominn í 13. sæti eftir tvo góða hringi og er samtals á 7 höggum undir pari.

Sigurvegari síðasta árs, Dustin Johnson, lék annan hring mótsins á 5 höggum undir pari og er jafn Brooks Koepka og fleiri góðum í 33. sæti á 4 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.