Fréttir

PGA: Cink leikur í 600. mótinu
Stewart Cink og Tiger Woods á góðri stundu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 20:58

PGA: Cink leikur í 600. mótinu

Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink er á meðal keppenda á RSM Classic mótinu sem hefst á fimmtudaginn á PGA mótaröðinni í golfi. Mótið markar ákeðin tímamót á ferli Cink en um er að ræða 600. mótið hans á PGA mótaröðinni.

Cink, sem er 47 ára gamall, er 68. kylfingurinn í sögu PGA mótaraðarinnar sem nær að spila í 600 mótum á ferlinum en alls hefur hann unnið sjö mót, síðast í haust á Safeway Open.

Stærsti sigur Cink kom á Opna mótinu árið 2009 en þá hafði hann betur gegn samlanda sínum Tom Watson um sigurinn en hann var þá að berjast um risatitil í síðasta skiptið á ferlinum.

Listi yfir sigra Stewart Cink á ferlinum:

1997 - Canon Greater Hartford Open
2000 - MCI Classic
2004 - MCI Heritage
2004 - WGC NEC Invitational
2008 - Travelers Championship
2009 - Opna mótið
2020 - Safeway Open

RSM Classic hefst á fimmtudaginn og klárast á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.