Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Dustin Johnson orðinn einn á toppnum
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 5. september 2020 kl. 23:18

PGA: Dustin Johnson orðinn einn á toppnum

Það er Dustin Johnson sem er í forystu eftir tvo hringi á Tour Championship mótinu. Þar sem um lokamót tímabilsins á PGA mótaröðinni er að ræða þá ræðst það í lok þessa móts hvaða kylfingur hreppir FedEx-bikarinn og þær 15 milljónir bandaríkja dala sem með honum fylgja.

Johnson náði sér aldrei almennilega á strik í dag og þurfti að hafa mikið fyrir skori dagsins. Hann hitti til að mynda aðeins tvær brautir í dag sem gerði honum mjög erfitt fyrir þar sem karginn á East Lake vellinum er mjög þykkur. Hann náði þó að leika á 70 höggum eða pari vallar og er samtals á 13 höggum undir pari eftir tvo hringi. Það skal þó tekið fram að Johnson hóf mótið á 10 höggum undir pari þar sem hann var í forystu FedEx listans fyrir mótið.

Einn í öðru sæti er Sungjae Im. Hann átti besta hring dagsins og kom hann í hús á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Hann er búinn að leika fyrstu tvo hringina á átta höggum undir pari og þar sem hann byrja byrjaði mótið á fjórum höggum undir pari þá er hann samtals á 12 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.