Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

PGA: Jafnt á toppnum
Tyrrell Hatton.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 21. júní 2020 kl. 12:44

PGA: Jafnt á toppnum

Tyrrell Hatton, Abraham Ancer, Ryan Palmer og Webb Simpson deila forystunni eftir þrjá hringi á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Kylfingarnir fjórir eru allir á 15 höggum undir pari og fara inn í lokahringinn höggi á undan þremur öðrum kylfingum.

Brooks Koepka og Dustin Johnson eru ekki langt á eftir efstu mönnum, jafnir í 16. sæti á 12 höggum undir pari. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy, er jafn í 28. sæti á 10 höggum undir pari. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta af þriðja hringnum: