Fréttir

PGA: McIlroy deilir efsta sætinu
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 23:22

PGA: McIlroy deilir efsta sætinu

Arnold Palmer Invitational mótið hófst í dag á Bay Hill vellinum í Flórída. Rory McIlroy og Corey Connors deila efsta sætinu eftir fyrsta hring en þeir eru höggi á undan næstu mönnum.

McIlroy fór rólega af stað og var á aðeins höggi undir pari eftir fyrstu níu holurnar en hann hóf leik á 10. braut. Á síðari níu holunum datt hann í mikið stuð og fékk fimm fugla í röð á holum tvö til sex og endaði hann því á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Connors hóf líka leik á 10 braut en hann var kominn sex högg undir pari eftir aðeins sjö holur. Hann komst mest sjö högg undir par en tapaði höggi á lokaholunni og er því jafn McIlroy á sex höggum undir pari.

Bryson DeChambeau er einn í þriðja sæti, höggi á eftir þeim McIlroy og Connors. DeChambeau fékk sex fugla á hringnum í dag en á móti fékk hann einn skolla.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.