Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

PGA: Mikil spenna fyrir lokadaginn
Max Homa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 24. janúar 2021 kl. 14:04

PGA: Mikil spenna fyrir lokadaginn

Mikil spenna er fyrir lokahring The American Express mótsins á PGA mótaröðinni en þriðji hringurinn var leikinn í gær. Þrír kylfingar eru jafnir á 15 höggum undir pari, höggi á undan næsta manni. Leikið er á tveimur völlum; Stadium vellinum og Nicklaus Tournament vellinum.

Af kylfingunum sem deila efsta sætinu þá lék Max Homa best í gær. Hann lék á 65 höggum á Stadium vellinum en allir kylfingar leika síðustu tvo hringina á Stadium vellinum. Homa fékk níu fugla á hringnum í gær en á móti fékk hann einnt tvöfaldan skolla. Si Woo Kim og Tony Finau deila svo efsta sætinu með Homa en þeir léku báðir á 67 höggum í gær, eða fimm höggum undir pari. Þeir eru allir á samtals 15 höggum undir pari.

Richy Werenski er einn í fjórða sæti á 14 höggum undir pari. Hann lék vel í gær og kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Lokahringur mótsins hefst í kvöld og er hægt að fylgjast með skori keppenda hérna.