Fréttir

PGA: Na fagnaði sigri eftir bráðabana
Kevin Na.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 05:34

PGA: Na fagnaði sigri eftir bráðabana

Það var mikil spenna á lokadegi Shriners Hospitals for Children Open mótsins en bráðabana þurfti til að skera út um sigurinn. Svo fór að lokum að Kevin Na hafði betur gegn Patrick Cantlay. 

Fyrir lokadaginn var Na með tveggja högga forystu á Cantlay og eftir níu holur var sú forysta orðin þrjú högg. Á 10. holunni lenti Na í miklum vandræðum og endaði á að fá þrefaldan skolla og tapa því tveimur höggum á Cantlay. Eftir 16. holur var staðan eftir á móti orðin þannig að Cantlay var með eins höggs forystu. Cantaly fékk aftur á móti skolla á 17. á meðan Na setti niður gott pútt fyrir pari. Þeir fengu báðir par á lokaholunni og voru því jafnir á 23 höggum undir pari. 

Á fyrstu holu bráðabanans settu fengu þeir báðir fugl á 18. brautina og var því holan leikin aftur. Þá fékk Cantlay skolla á meðan Na fékk par og fagnaði hann því sigri.

Hérna má sjá lokastöðu mótsins.