Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

PGA: Scheffler efstur á Bermúda eftir frábæran hring
Scottir Scheffler.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 21:50

PGA: Scheffler efstur á Bermúda eftir frábæran hring

Bermuda Championship mótið á PGA mótaröðinni hófst í dag en mótið er haldið fyrir þá kylfinga sem ekki komust inn í HSBC Champions heimsmótið sem fram fer í Kína um þessar mundir. Eftir fyrsta hring er það nýliðinn Scottie Scheffler sem er í forystu eftir frábæran fyrsta hring.

Scheffler lék fyrsta hringinn á 62 höggum, eða níu höggum undir pari. Hann hóf leik á 10. holu og byrjaði daginn með miklum látum en fyrstu níu holurnar lék hann á 29 höggum þar sem hann fékk fjóra fugla, einn örn og restina pör. Á síðari níu holunum bætti hann við fjórum fuglum en fékk þó einn skolla á lokaholunni. 

Aðeins einu höggi á eftir á átta höggum undir pari er Wes Roach. Hann fékk átta fugla í dag, einn örn, tvo skolla og restina pör.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.