Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Phil Mickelson og kylfusveinninn „Bones
Phil Mickelson og „Bones" á góðri stundu.
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 09:00

Phil Mickelson og kylfusveinninn „Bones" skiljast að eftir 25 ára samstarf

Phil Mickelson hefur tilkynnt að eftir 25 ára samstarf með kylfusveini sínum, Jim „Bones" Mackay, séu leiðir þeirra nú að skiljast. Samkvæmt yfirlýsingu sem Mickelson sendi frá sér var ákvörðunin sameiginleg, og ekki byggð á neinu einstöku atviki:

„Eftir 25 ánægjuleg og eftirminnileg ár, höfum við Bones tekið þá ákvörðun í sameiningu að enda kylfings-kylfusveins samband okkar. Ákvörðun okkar er ekki byggð á neinu einstöku atviki. Okkur finnst þetta bara vera rétti tíminn til að breyta til."

Örninn 2025
Örninn 2025

Bróðir Mickelson, Tim Mickelson, mun taka við sem kylfusveinn restina af tímabilinu. Tim er fyrrum aðalþjálfari hjá Arizona State háskólanum og er núverandi umboðsmaður Jon Rahm. Hann steig inn sem kylfusveinn bróður síns á WGC-Mexico meistaramótinu fyrr á þessu ári, þegar „Bones" forfallaðist vegna veikinda. 

Mickelson talaði mjög vel um fyrrverandi kylfusvein sinn í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér og virðist „Bones" sömuleiðis vera mjög sáttur við árin sem hann vann með Mickelson:

„Kylfings-kylfusveins sambönd endast oft ekkert mjög lengi. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir að hafa verið á staðnum til að upplifa svo mikið af ferli Phil. Þegar Phil réð mig árið 1992 átti ég aðeins einn draum: að vera kylfusveinn á Ryder bikarnum. Phil lék á sínu 11. Ryder bikarsmóti í röð á Hazeltine í fyrra. Það var svo gaman að fá að fylgjast með úr fremstu röð."

Mickelson vann 42 sigra á PGA mótaröðinni með „Bones" á pokanum. Þeirra síðasti sigur saman var á Opna breska meistaramótinu árið 2013.