Poulter og Johnson leiða á Chevron World Challenge
Ian Poulter og Zach Johnson eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á Chevron World Challenge móti Tiger Woods í Kaliforníu, en þeir léku á 68 höggum í gær, eða á fjórum undir pari og eru með eins höggs forskot á Írann Padraig Harrington.
Mótshaldarinn hafði gert sér vonir um að endurheimta titlinn á þessu móti en hann hefur öðrum hnöppum að hneppa eins og lesendum ætti að vera ljóst.
Poulter var með gott forskot undir lok hringsins en fékk skramba á síðustu holu.
Mikið einvalalið kylfinga er á þessu móti sem er nú í fyrsta sinn metið til stiga á PGA mótaröðinni, en sigurvegarinn fær í sína hönd 1,35 milljónir dala.
Staðan
Mynd úr safni Golfsupport.nl - Poulter þykir jafnan flottur í tauinu