Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Quiros, Quiros og Pepperell efstir á Nordea Masters í Malmö
Laugardagur 31. maí 2014 kl. 10:40

Quiros, Quiros og Pepperell efstir á Nordea Masters í Malmö

Alvaro Quiros deilir efsta sætinu með tveimur kylfingum þegar keppni er hálfnuð á Nordea Masters mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Spánverjinn lék á 67 höggum í gær en mótið fer fram í Malmö í Svíþjóð. Hann fékk tvo erni á hringnum í gær og er hann samtals á 5 höggum undir pari vallar.

Staðan á mótinu: 

Frakkinn  Victor Dubuisson og Englendingurinn Eddie Pepperell eru einnig á 6 höggum undir pari vallar samtals. Quiros átti besta skor gærdagsins þar sem hann lék á 5 höggum undir pari, Dubuisson lék á 69 og Pepperell lék á 72 höggum.

Thomas Björn frá Danmörku og Henrik Stenson frá Svíþjóð eru aðeins einu höggi á eftir og það getur því allt gerst á lokahringjunum tveimur.  Stenson er annar á heimslistanum og hann er flaggskip mótsins.

Quiros, sem er 32 ára gamall. hefur sigrað sex sinnum á Evrópumótaröðinni, fyrsti sigur hans var árið 2007 en hann hefur ekki sigrað frá árinu 2011. Meiðsli hafa sett svip sinn á feril hans en svo virðist sem að Spánverjinn sé að ná vopnum sínum á ný. 

Örninn 2025
Örninn 2025