Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Ragnhildur með 11 högga forystu
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 21:20

Ragnhildur með 11 högga forystu

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er með 11 högga forystu fyrir lokahringinn á Símamótinu sem fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Mótið er hluti af Mótaröð þeirra bestu.

Ragnhildur er á pari vallarins eftir tvo hringi en leiknar voru 36 holur í dag.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK, er í öðru sæti á 11 höggum yfir pari en hún lék annan hringinn á 10 höggum yfir pari eftir að hafa verið á höggi yfir pari á fyrsta hringnum.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er í þriðja sæti á 14 höggum yfir pari.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Staðan fyrir lokahringinn í kvennaflokki á Símamótinu:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, 0
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK, +11
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, +14
4. Saga Traustadóttir, GR, +16
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, +23
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR, +23
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GR, +23

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.