Fréttir

Ragnhildur úr leik á breska áhugakvennamótinu
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 13:08

Ragnhildur úr leik á breska áhugakvennamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir hefur lokið leik á breska áhugakvennamótinu sem fram fer um þessar mundir eftir að lúta í lægra haldi fyrir Aine Donegan 4&3.

Leiknir voru tveir höggleikshringir og var Ragnhildur í efsta sæti að honum loknum eftir frábæra spilamennsku. Í dag var róðurinn þungur en hún var eina holu niður eftir níu holur og eftir 12 holur var Ragnhildur komin þrjár holur niður. Svo fór að lokum að Aine átti fjórar holur þegar aðeins þrjá holur voru eftir.

Hulda Clara Gestsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir komust einnig áfram úr höggleiknum og leika þær á móti hver annari.

Hérna má fylgjast með gangi mála í öllum leikjum