Fréttir

Rahm kominn í efsta sæti Race to Dubai stigalistans
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 19:55

Rahm kominn í efsta sæti Race to Dubai stigalistans

Jon Rahm vann um helgina sitt fjórða mótt á Evrópumótaröð karla þegar að hann fagnaði sigri á Dubai Duty Free Irish Open mótinu en hann vann einmitt sama mót fyrir tveimur árum og var það þá hans fyrsti sigur á mótaröðinni.

Eftir sigurinn er Rahm nú kominn í efsta sæti Race to Dubai listans, stigalista Evrópumótaraðarinnar, eftir að hafa verið í 15. sæti fyrir helgina. Hann fer þar upp fyrir Matt Wallace sem var í efsta sætinu fyrir helgina. Rahm er nú kominn með 2.225,1 stig, rúmlega 300 stigum meira en Wallace.

Wallace er sem fyrr segir í öðru sæti en næstur á eftir honum kemur Shane Lowry en hann er með 1.679,6 stig.

Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan en listann í heild sinni má sjá hérna.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640