Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rándýrt pabbaholl
Birgir Leifur í vesti kylfubera með sonum sínum við 18. flötina á Jaðarsvelli. Mömmur drengjanna skammt frá, báðar þaulvanar með pokann.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 10. ágúst 2021 kl. 07:10

Rándýrt pabbaholl

Það voru þekktir kylfusveinar saman í ráshópi á Íslandsmótinu í höggleik á Akureyri fyrstu tvo keppnisdagana. Rándýrt pabbaholl með strákunum sínum. Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í höggleik og Guðmundur Sveinbjörnsson, fyrrverandi afrekskylfingur og einn besti kylfingur landsins um árabil úr Golfklúbbnum Keili, voru saman í ráshópi en ekki sem keppendur heldur kylfusveinar.

Pabbastrákarnir eru þeir Sveinbjörn Guðmundsson og Ingi Rúnar Birgisson, báðir hörku kylfingar í dag. Sveinbjörn komst í gegnum niðurskurðinn en Ingi Rúnar var þremur höggum frá því. „Gömlu“ afrekskylfingarnir voru afar sáttir með stöðu sína sem kylfusveinar. „Ég er búinn að gera þetta í nokkurn tíma og hef bara gaman af,“ sagði Guðmundur sem þótti afar stöðugur kylfingur og iðulega í toppbaráttunni. „Hann slær rólega. Ég fæ hann ekki til að sveifla hratt,“ sagði Guðmundur og brosti en þannig var það hjá honum þegar hann var yngri. Sveiflaði rólega og var aldrei með „átök“.

Örninn 2025
Örninn 2025

Birgir Leifur sagðist skulda mikið og mörgum enda hefur líklega enginn keppt jafn mikið keppnisgolf og hann. Ingi Rúnar sonur hans er einn af þeim sem var duglegur að „draga“ fyrir föður sinn en eiginkona Birgis, Elísabet Halldórsdóttir, sennilega oftast og líklega á hún stærstu inneignina hjá manni sínum. Hún er byrjuð að sveifla og Birgir Leifur lofar að standa sína plikt sem kylfusveinn.

Feðgar á ferð, Sveinbjörn og Guðmundur Sveinbjörnsson á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli. kylfingur.is/pket.