Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rástímar klárir fyrir Opna bandaríska | Nokkur stjörnuholl fyrstu tvo hringina
Tiger Woods og Jordan Spieth.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 7. júní 2019 kl. 08:00

Rástímar klárir fyrir Opna bandaríska | Nokkur stjörnuholl fyrstu tvo hringina

Opna bandaríska meistaramótið, þriðja risamót ársins, hefst eftir nákvæmlega viku. Þá mun Pebble Beach halda mótið í sjötta skiptið en síðast var það haldið þar árið 2010 og var það Graeme McDowell sem fagnaði þá sigri.

Þrátt fyrir að fyrsti hringur RBC Canadian Open mótsins var leikinn í gær á PGA mótaröðinni þá kom það ekki í veg fyrir að rástímar fyrir fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins voru kringum hádegi í gær. Að venju er mönnum raðað í holl og er það gert til að þess að tryggja að frægustu kylfingarnir endi saman í holli.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hollin sem ber helst að nefna er holl Tiger Woods. Með honum í holli eru tveir fyrrum meistarar, þeir Jordan Spieth og Justin Rose.

Brooks Koepka er búinn að vinna mótið tvö ár í röð og getur orðið aðeins annar kylfingurinn í sögunni til að vinna mótið þrjú ár í röð. Eini kylfingurinn sem hefur gert það er Willie Anderson en hann vann mótið frá árinu 1903 til ársins 1905. Koepka er í holli með Francesco Molinari og sigurvegar Opna bandaríska áhugamannamótsins, Victor Hovland.

Önnur holl eru Rory McIlroy, Marc Leishman og Jon Rahm, Rickie Fowler, Jason Day og Si Woo Kim, Justin Thomas, Bryson DeChambeau og Kevin Kisner, Dustin Johnson, Graeme McDowell og Phil Mickelson og að lokum Webb Simpson, Adam Scott og Matt Kuchar.

Alla rástíma mótsins má nálgast hérna.

Tengdar fréttir:

Myndband: Cantlay sýnir hversu þykkur karginn er á Pebble Beach