Reynir Pétursson er sjálfboðaliði ársins 2018
Ísfirðingurinn Reynir Pétursson hlaut í dag viðurkenningu á formannafundi GSÍ sem sjálfboðaliði ársins.
Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Reynir því fimmti einstaklingurinn sem hlýtur þetta sæmdarheiti.
Í samtali við golf.is fór Kristinn Þór Kristjánsson, formaður GÍ, fögrum orðum um Reyni.
„Reynir er ávallt tilbúinn að aðstoða og verkefnin sem hann tekur að sér og sækist eru oft þau verkefni sem fáir vilja taka að sér. Þar má nefna að Reynir fer fremstur í flokki á veturna þegar brjóta þarf klaka af flötum Tungudalsvallar. Í nýrri vetraræfingaaðstöðu GÍ hefur Reynir smíðað aðstöðu fyrir félagsmenn til að geyma golfsettin sín. Hann sér um að púttsvæðið sé opið og aðgengilegt fyrir félagsmenn,“
Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi:
2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB
2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL
2016: Guðmundur E. Lárusson. GA
2017: Már Sveinbjörnsson, GK
2018: Reynir Pétursson, GÍ