Fréttir

Rooyen valinn kylfingur mánaðarins
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 21:52

Rooyen valinn kylfingur mánaðarins

Erik van Rooyen var kosinn kylfingur ágúst mánaðar á Evrópumótaröð karla. Rooyen náði sínum fyrsta sigri á mótaröðinni þegar hann fagnaði sigri á Scandinavian Invitational.

Hinn 29 ára gamli Rooyen hlaut alls 43% atvika og varð rétt á undan Sam Horsfield sem varð annar í kosningunni með 36 prósent.

Rooyen hafði betur gegn reynsluboltum á borð við Matt Fitzpatrick og Henrik Stenson þegar hann fagnaði sínum fyrsta sigri í Svíþjóð. Með sigrinum komst hann einnig upp í topp-10 á stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Thomas Pieters varð þriðji í kosningunni eftir sigur á Real D+D Czech Masters mótinu.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640