Fréttir

Ryder bikarnum frestað um ár
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 8. júlí 2020 kl. 17:26

Ryder bikarnum frestað um ár

Ryder bikarinn sem átti að fara fram í september næstkomandi hefur verið frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig hefur Forsetabikarnum, sem átti að fara fram árið 2021, verið frestað um eitt ár.

Keppnin átti að fara fram á Whistling Straits vellinum dagana 22.-27. september en mun nú fara fram 21.-26. september árið 2021. Sömuleiðis mun Forsetabikarinn vera leikinn dagana 19.-25. september árið 2022 í stað 30. september til 3. október árið 2021.

PGA mótaröðin hefur undanfarið leikið án áhorfenda og voru stjórnendur Ryder bikarsins sammála um mikilvægi þess að áhorfendur væru viðstaddir þessar keppnir. Yfirvöld í Wisconsin gátu ekki tryggt það að mörg þúsund áhorfendur gætu komið saman í september vegna Covid-19.

Lið Evrópu fagnaði sigri í keppninni árið 2018 þegar leikið var í Frakklandi.