Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Saga af gömlu veðmáli hjá Tiger og Steve Williams
Tiger og Steve Williams á meðan allt lék í lyndi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl. 12:07

Saga af gömlu veðmáli hjá Tiger og Steve Williams

Plantation völlurinn í Kapalua á Hawai þar sem Sentry Tournament of Champions fór fram í síðustu viku er þekktur fyrir að vera mjög hæðóttur. Fullyrt er að hann sé erfiðasti völlurinn á PGA mótaröðinni að ganga.

Á Golf Channel um helgina var rifjuð upp gömul saga af Tiger Woods og Steve Williams kylfusveini hans á þeim tíma. Þeir voru við leik á vellinum ásamt Butch Harmon sem þá var sveifluþjálfari Tiger. 

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Þeim var tíðrætt um það hversu hæðóttur og erfiður til gangs völlurinn væri. Það fór svo að Williams sem er þekktur fyrir að vera í mjög góðu formi sagði við Tiger að hann gæti hlaupið seinni níu holur vallarins á undir 30 mínútum með því að snerta hvert teigstæði og hverja flöt. Úr varð veðmál og milli þeirra tveggja.

John Wood sem sagði söguna á Golf Channel hafði fyrir því að senda tölvupóst á Steve Williams til að kanna sannleiksgildi sögunnar og að sjálfsögðu hvernig veðmálið hefði farið. Williams staðfesti söguna og sagðist hafa klárað á 28 mínútum. John Wood bætti svo við „ég hefði ekki náð þessu á golfbíl".

Eins og frægt varð á sínum tíma slitnaði upp úr sambandi Williams og Tiger árið 2011 eftir að upp komst um raðframhjáhald Tiger.