Fréttir

Scheffler lék í tæp 10 ár með sama 3-trénu
Scottie Scheffler.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 9. janúar 2021 kl. 19:58

Scheffler lék í tæp 10 ár með sama 3-trénu

Scottie Scheffler er jafn í 10. sæti eftir tvo hringi á Sentry Tournament of Champions mótinu á 10 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hring mótsins á 70 höggum í gær gerði hann betur og kom í hús á 66 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Eftir hringinn í gær sagði Scheffler að hann væri komin með nýtt 3-tré í pokann sem er eflaust ekki frásögufærandi fyrir atvinnukylfing nema fyrir þær sakir að hann hafði verið með sama 3-tréð í næstum því 10 ár.

„Áreiðanlega 3-tréð mitt sprakk síðasta sunnudag á æfingasvæðinu á Royal Oaks vellinum og núna er ég kominn með Callaway 3-tré í pokann. Við sjáum til hvernig það fer.“

Það er greinilegt að kylfan skipti hann miklu máli og gat hann treyst á hana. 

„Þetta var Nike VR Pro. Það kom út árið 2011. Mér fannst hún liggja vel þegar ég stillti mér upp, hún var flott, ekki margar gráður þannig að ég gat stjórnað hæðinni frekar auðveldlega og það var aðeins mýkra en 3-trén sem hafa komið undanfarin ár. Þegar ég vildi slá lengra þá tíaði ég boltann upp og slá aðeins hærra á kylfuandlitið. Ég kynntist þessari kylfu mjög vel og vissi nákvæmlega hvernig ég ætti að framkvæma öll þau högg sem ég þurfti með henni.“

Nike hætti að framleiða kylfur fyrir rúmlega fjórum árum en til gamans má geta að ef Scheffler vill útvega sér nýtt Nike VR 3-tré eins og hann var með þá getur hann fundið slíkt á Ebay eða Amazon fyrir rétt um 13.000 íslenskar krónur.