Fréttir

Sjóðandi heitur Im sigraði Shriners Children´s Open
Sungjae Im var sjóðandi heitur í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 11. október 2021 kl. 09:18

Sjóðandi heitur Im sigraði Shriners Children´s Open

Fyrir fram var reiknað með mikilli spennu fyrir lokahring Shriners Children´s Open mótsins. Staðan jöfn við toppinn og margir kylfingar líklegir til að eiga möguleika á sigri.

Sú spenna varð þó aldrei að veruleika þar sem einn maður Sungjae Im tók málin algjörlega í sínar hendur. Im fékk fjóra fugla á fyrstu sjö brautum dagsins og svo fimm fugla í röð frá níundu til þrettándu. Var því kominn níu högg undir par eftir 13 brautir. Im lék síðustu brautirnar á pari og hringinn á 62 höggum.

Keppnin um annað sæti var öllu meira spennandi en Matt Wolff tryggði sér annað sætið á 20 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir IM.

Þrír kylfingar deildu svo þriðja sætinu á 19 höggum undir pari, Rory Sabbatini, Marc Leishman og Adam Schenk.

Lokastaðan í mótinu