Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Smith setti nýtt met
Cameron Smith.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 15. nóvember 2020 kl. 20:06

Smith setti nýtt met

Cameron Smith lék lokahringinn á Masters mótinu á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann endaði þar með jafn í öðru sæti á 15 höggum undir pari ásamt Sungjae Im.

Flest ár hefði 15 undir dugað til sigurs en Dustin Johnson endaði á nýju mótsmeti, 20 höggum undir pari. Til marks um hversu gott skor 15 undir er þá hefur mótið nú aðeins sjö sinnum unnist á betra skori en 15 undir pari.

Á leið sinni að öðru sætinu þá setti hann nýtt met þar sem hann varð fyrsti kylfingurinn í sögu mótsins til að leika allr hringi mótsins undir 70 höggum. Fyrsta hringinn lék hann á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. hann fygldi því eftir með hring upp á 68 högg og síðustu tvo hringina lék hann svo á 69 höggum.

Þetta er besti árangur Smith í risamóti til þessa.