Spieth, Fowler, Thomas og Kaufman berir að ofan í golfi á Bahamas
Jordan Spieth, Rickie Fowler, Justin Thomas og Smylie Kaufman hafa allir átt góðu gengi að fagna á PGA-mótaröðinni á þessu ári. Þeir félagarnir ákváðu nú um daginn að skipuleggja ferð til Bahamas í þeim tilgangi að taka sér smá frí frá mótaröðinni. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema vegna allra þeirra mynda sem þeir hafa sett á samfélagsmiðla undanfarna daga.
Þar fara þeir hreinlega á kostum en það virðist vera virkilega gaman hjá þeim og ætlum við að leyfa myndunum að tala sínu máli hér að neðan. Þar má sjá hve mikil vitleysa hefur átt sér stað í ferðinni. Fréttamaður Kylfings hefði samt sem áður ekkert á móti því að vera með þeim í þessari ferð.
Það vakti svo mikla athygli þegar Rory McIlroy birti þetta tíst í gær en þar kemur fram að honum hafi verið boðið að koma með í þessa ferð. Hann afþakkaði þó boðið þar sem hann hafði planað frí með kærustunni sinni til Barbados þessa sömu helgi. Óheppinn Rory.
After seeing all these snapchats over the last few days... Maybe I should have taken @RickieFowler up on the invite! pic.twitter.com/6vWoFV9LlU
— Rory Mcilroy (@McIlroyRory) April 22, 2016