Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Þórður Rafn komst ekki áfram
Þórður Rafn Gissurarson.
Föstudagur 15. september 2017 kl. 14:34

Þórður Rafn komst ekki áfram

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, lauk í morgun leik á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Þórður endaði á samtals fimm höggum yfir pari og því ljóst að hann mun ekki komast áfram yfir á 2. stigið.

Þórður átti á brattan að sækja fyrir daginn og var vitað að hann þyrfti á algjörum draumahring að halda ætlaði hann sér að komast áfram. Sá hringur kom því miður ekki og kom Þórður Rafn í hús á einu höggi yfir pari, eða 73 höggum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Á hringnum í dag fékk Þórður fjóra fugla, fimm skolla og restina pör. Hann lauk því leik samtals á fimm höggum yfir pari og endaði hann jafn í 56. sæti.

Þeir kylfingar sem voru á fimm höggum undir pari eða betur komst áfram yfir á 2. stigið.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.