Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Þrír íslenskir keppendur á Italian Challenge
Bjarki Pétursson komst inn í mótið á síðustu stundu
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 21. júlí 2021 kl. 10:51

Þrír íslenskir keppendur á Italian Challenge

Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnus eru allir á meðal keppenda á Italian Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu sem hefst á morgun.

Guðmundur verður ræstur út fyrstur Íslendinganna klukkan 7.40 að staðartíma og Bjarki 10 mínútum síðar. Haraldur Franklín slær svo sitt fyrsta högg klukkan 9.30.

Guðmundur Ágúst situr í 94. sæti peningalistans á mótaröðinni, Haraldur í því 74. en Bjarki er ekki enn kominn með stig á listanum.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21