Fréttir

Þrír íslenskir keppendur á Italian Challenge
Bjarki Pétursson komst inn í mótið á síðustu stundu
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 21. júlí 2021 kl. 10:51

Þrír íslenskir keppendur á Italian Challenge

Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnus eru allir á meðal keppenda á Italian Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu sem hefst á morgun.

Guðmundur verður ræstur út fyrstur Íslendinganna klukkan 7.40 að staðartíma og Bjarki 10 mínútum síðar. Haraldur Franklín slær svo sitt fyrsta högg klukkan 9.30.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Guðmundur Ágúst situr í 94. sæti peningalistans á mótaröðinni, Haraldur í því 74. en Bjarki er ekki enn kominn með stig á listanum.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu