Fréttir

Tim Rosaforte látinn 66 ára að aldri
Tim Rosaforte er látinn 66 ára að aldri eftir stutta baráttu við Alzheimers sjúkdóminn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl. 11:00

Tim Rosaforte látinn 66 ára að aldri

Tim Rosaforte einn virtasti golfblaðamaður heims lést í gær af völdum Alzheimers. Rosaforte var aðeins 66 ára gamall.

Fáir ef nokkrir blaðamenn sem fjallað hafa um golfíþróttina hafa öðlast aðra eins virðingu og Tim Rosaforte, frá leikmönnum sjálfum, kollegum sínum og áhugamönnum um íþróttina. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Rosaforte útskrifaðist með gráðu í blaðamennsku frá háskólanum í Rhode Island þar sem hann lék með ruðningsliði skólans árið 1977. Hann hóf feril sinn í blaðamennsku hjá Tampa Times strax eftir útskrift og starfaði hjá þremur öðrum dagblöðum í Flórídafylki áður en hann réði sig til Sports Illustrated árið 1994. Tveimur árum síðar var hann ráðinn til Golf Digest og systurfélagsins Golf World. Hann starfaði fyrir Golf Digest til ársins 2018.

Hann hóf feril í sjónvarpi árið 2003 hjá USA network og starfaði síðar hjá Golf Channel og NBC Sports. Hann settist svo í helgan stein árið 2020 eftir að hafa greinst með Alzheimers sjúkdóminn.

Á ferli sínum vann hann til fjölda verðlauna fyrir störf sín í fjölmiðlum og árið 2020 var hann gerður gerður að heiðursmeðlimi hjá PGA samtökunum í Ameríku, fyrstur fjölmiðlamanna.