Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Trúir því að það styttist í næsta sigur
Martin Kaymer. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 18:38

Trúir því að það styttist í næsta sigur

Síðasti sigur Þjóðverjans Martin Kaymer kom árið 2014 þegar hann fagnaði mögnuðum átta högga sigri á Opna bandaríska mótinu.

Frá þeim sigri hefur Kaymer átt frekar erfitt uppdráttar á hans mælikvarða eða þangað til að golfið fór aftur af stað í ár eftir Covid-19 hlé en þá hefur hann þrisvar endað í topp-10 og verið mjög nálægt sigri.

Kaymer er nú mættur til Ítalíu þar sem mót helgarinnar á Evrópumótaröðinni fer fram og hefst á morgun, fimmtudag.

„Það eru nokkur mót sem ég væri til í að vinna á mínum ferli. Ég hef nokkrum sinnum komist nálægt því í Ítalíu,“ sagði Kaymer við blaðamenn fyrir mótið.

„Ég kann mjög vel við mig í þessu landi. Ég hef gaman að því að eyða tíma með fólkinu, borða matinn. Þetta er klárlega staður sem ég væri til í að vinna mót á mínum ferli.

Ég er mjög nálægt sigri þessa stundina en til þess að vinna þarftu alltaf þetta auka til að hafa betur gegn hinum kylfingunum.

Þetta er ný vika, nýr golfvöllur og örlítið breyttur keppendalisti frá því í Skotlandi og Englandi. Mér líður vel með mitt golf, þetta er bara spurning um að allt smelli og að það verði vonandi nóg til að enda höggi á undan öðru sæti.“

Með því að smella hér er hægt að sjá keppendalistann á Opna ítalska mótinu.

Sigrar Martin Kaymer á Evrópumótaröðinni:

2008: Abu Dhabi Golf Championship
2008: BMW International Open
2009: Open de France Alston
2009: Barclays Scottish Open
2010: Abu Dhabi Golf Championship (2)
2010: PGA Championship
2010: KLM Open
2011: Abu Dhabi Golf Championship (3)
2011: WGC HSBC Champions
2014: Opna bandaríska