Tumi Hrafn og Egill Ragnar við keppni í bandaríska háskólagolfinu
Tumi Hrafn Kúld, GA, og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, verða báðir í eldlínunni á mótum í bandaríska háskólagolfinu seinna í dag.
Tumi er á meðal keppenda á Quail Valley Collegiate mótinu sem fer fram í Flórída. Mótið hófst á sunnudaginn og er Tumi í 75. sæti á 13 höggum yfir pari eftir tvo hringi. Liðið hans, Western Carolina, hefur ekki gert góða hluti í mótinu og er í neðsta sæti á 35 höggum yfir pari.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Tumi Hrafn Kúld.
Egill er á 5 höggum yfir pari eftir tvo hringi á Autotrader Collegiate Classic mótinu sem fer fram dagana 15.-16. október í Georgíu fylki. Egill er jafn í 59. sæti í einstaklingskeppninni en liðið hans, Georgia State, er í 4. sæti á 10 höggum undir pari.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.