Fréttir

Twitter: Nicklaus og fleiri óska DeChambeau til hamingju með sigurinn
Bryson DeChambeau með bikarinn. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 21. september 2020 kl. 15:34

Twitter: Nicklaus og fleiri óska DeChambeau til hamingju með sigurinn

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau sigraði á sunnudaginn á sínu fyrsta risamóti þegar hann lék á 6 höggum undir pari á Opna bandaríska mótinu.

Hinn umdeildi DeChambeau hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði en hann hefur bætt á sig nokkrum kílóum til þess að bæta högglengd sína og er nú að uppskera eftir mikla og góða vinnu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim fjölmörgu skilaboðum sem DeChambeau fékk frá keppniautum hans sem og öðrum þekktum kylfingum: