Úrslit fyrsta dagsins á Íslandsbankamótaröðinni
Fyrsti hringur annars mótsins á Íslandsbankamótaröðinni fór fram í gær, föstudag, á Korpúlfsstaðavelli. Fjölmargir kylfingar spiluðu vel í elstu flokkunum en keppendur í yngri flokkunum hefja leik í dag.
Staðan í öllum flokkunum sem hófu leik á föstudaginn má sjá hér fyrir neðan. Sverrir Haraldsson átti besta hring allra keppenda en hann lék á 68 höggum eða 4 höggum undir pari.
Staðan í flokki 17-18 ára stráka:
1. Sverrir Haraldsson, GM, 68 högg
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, 73 högg
3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 74 högg
4. Kristófer Karl Karlsson, GM, 75 högg
4. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR, 75 högg
Staðan í flokki 17-18 ára stúlkna:
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 74 högg
2. Árný Eik Dagsdóttir, GOS, 80 högg
3. Zuzanna Korpak, GS, 83 högg
4. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, 91 högg
Staðan í flokki 19-21 árs stráka:
1. Björn Óskar Guðjónsson, GM, 72 högg
2. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 73 högg
3. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG, 75 högg
4. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR, 76 högg
4. Birgir Björn Magnússon, GK, 76 högg
4. Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 76 högg