Úrslit úr Vorboða GM
Í gær fór fram á Hlíðavelli Vorboði GM en mótið var fyrsta opna mót þessa golfsumars hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Hlíðavöllur tók vel á móti kylfingum í gær miðað við árstíma.
Aðeins rigndi á keppendur meira en spár gerðu ráð fyrir en þó sáust góð tilþrifa og er vert að nefna strax að Vala Valtýsdóttir sló ansi gott golfhögg á 15. braut og var einungis 1 cm frá holunni og tryggði sér nándarverðlaun með því.
Úrslit í mótin má finna á golf.is en verðlaunasæti voru sem hér segir:
1. Anton Ingi Þorsteinsson, GA, 39 punktar ( 19 á seinni 9 )
2. Dagur Þórhallsson, GKG, 39 punktar ( 18 á seinni 9 )
3. Sveinn Snorri Sverrisson, GKB, 38 punktar ( 22 á seinni 9 )
Nándarverðlaun
1. braut Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, GR, 0,67 m
9. braut Hjalti Rúnar Sigurðsson, GR, 2,44 m
12. braut Eygló Grímsdóttir, GR, 0,52 m
15. braut Vala Valtýsdóttir, GM, 0,01 m
Vinningshafar geta haft samband við skrifstofu GM strax eftir helgi ( [email protected] eða 566 6999 ) til að nálgast vinninga. Golfklúbbur Mosfellsbæjar vill þakka öllum kylfingum kærlega fyrir komuna á Hlíðavöll í gær.