Fréttir

Úrtökumótin: 28 tryggðu sér sæti á Evrópumótaröð karla
Benjamin Poke. Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 17:19

Úrtökumótin: 28 tryggðu sér sæti á Evrópumótaröð karla

Daninn Benjamin Poke fagnaði öruggum sex högga sigri á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla sem kláraðist í dag á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Poke lék hringina sex í mótinu á 25 höggum undir pari og endaði að lokum sex höggum á undan Gregory Havret frá Frakklandi.

Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson reyndu allir fyrir sér í mótinu en féllu úr leik eftir fjóra hringi.

Poke var eini kylfingurinn í mótinu sem lék alla sex hringina undir 70 höggum en hann lék á 64 höggum í dag þegar mest á reyndi.

Meðal þeirra sem tryggðu sér þátttökurétt var Rasmus Hojgaard. Hojgaard lék með Bjarka Péturssyni fyrstu tvo hringina í mótinu en hann er 18 ára gamall frá Danmörku. Tvíburabróðir hans, Nicolai, komst í gegnum niðurskurðinn eftir fjóra hringi en endaði ekki á meðal 28 efstu.

Eftirfarandi kylfingar tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröð karla:

1. Poke, -25
2. Havret, -19
3. Cañizares, -18
4. Chawrasia, -17
5. Højgaard, -16
5. Canter, -16
5. Cockerill, -16
8. Pigem, -15
8. Sciot-Siegrist, -15
8. Choi, -15
8. Saddier, -15 
8. Valimaki, -15
13. Veerman, -14
13. Porteous, -14
13. McLeod, -14
13. Armitage, -14
17. Kim, -13
17. Figueiredo, -13
17. Caldwell, -13
17. Dredge, -13
17. Coupland, -13
17. Fichardt, -13
17. van Meijel, -13
17. Tree, -13
25. Karlberg, -12
25. Lemke, -12
25. Whitnell, -12
25. Gonnet, -12