Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Úrtökumótin: Aron Bjarki í erfiðri stöðu eftir tvo hringi
Aron Bjarki Bergsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 16:12

Úrtökumótin: Aron Bjarki í erfiðri stöðu eftir tvo hringi

Aron Bjarki Bergsson er á fimm höggum yfir pari eftir tvo hringi á 1. stigs úrtökumóti í Arlandastad í Svíþjóð. Ljóst er að hann þarf að leika vel næstu daga til þess að halda áfram á 2. stig úrtökumótanna.

Eftir fyrsta hring mótsins var Aron í fínum málum á pari vallarins en hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum í dag þar sem hann kom inn á 4 höggum yfir pari og á fimm höggum yfir pari í heildina.

Aron er jafn í 38. sæti í mótinu af 57 keppendum en alls komast um 20% kylfinga áfram af hverjum stað að fjórum hringjum loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.