Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur komst ekki áfram
Haraldur Franklín Magnús
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 14:00

Úrtökumótin: Haraldur komst ekki áfram

Haraldur Franklín Magnús var rétt í þessu að ljúka við fjórða og síðasta hringinn á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla. Þrátt fyrir að hafa leikið vel á lokahringnum dugði það ekki til og kemst Haraldur ekki áfram á 3. stigið.

Lokahringinn lék Haraldur á tveimur höggum undir pari þar sem hann fékk fjóra fugla, tvo skolla og restin pör. Haraldur var fyrir lokahringinn á samtals 7 höggum yfir pari og lýkur hann því leik á samtals 5 höggum yfir pari. Það dugir ekki til að fleyta honum áfram á 3. stigið þar sem niðurskurðurinn eins og staðan er núna miðast við þá sem eru á einu höggi undir pari eða betur. 

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.