Fréttir

Valdís í toppbaráttunni
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 10:36

Valdís í toppbaráttunni

  • Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttunni eftir tvo hringi á Investec South African Women's Open mótinu sem fram fer á Evrópumótaröð kvenna.

Valdís hóf leik á fyrstu holu í dag og fékk hún einn fugla og einn skolla á fyrri níu holunum. Á síðari níu holunum nældi Valdís sér í einn örn og einn fugl en á móti fékk hún einn skolla. Hún lék því á 70 höggum í dag, eða tveimur höggum undir pari.

Eins og staðan er núna er Valdís jöfn í 7. sæti á samtals tveimur höggum undir pari. Efstu konur eru á fjórum höggum undir pari og hafa þær allar lokið leik en það eru aftur á móti nokkrar á þremur höggum undir pari sem hafa ekki lokið leik í dag.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig á meðal keppenda. Hún hefur leik fljótlega og þarf á góðum hring að halda ætli hún sér áfram. Fyrir hringinn er hún á samtals átta höggum yfir pari og niðurskurðurinn miðast við þær sem eru á fjórum höggum yfir pari og betur eins og staðan er núna.

Hérna sjá stöðu og fylgjast með skori keppenda.


Guðrún Brá Björgvinsdóttir.