Viðhorfskönnun GR kynnt á opnum fundi
Eins og félagsmenn GR hafa orðið varir við þá hefur Capacent Gallup verið að framkvæma viðhorfskönnun fyrir Golfklúbb Reykjavíkur um framtíð Grafarholtsvallar.
Nú er svo komið að niðurstöður liggja fyrir og verða þær kynntar á opnum fundi í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00. Golfklúbbur Reykjavíkur vonast til að sjá sem flesta á boðuðum fundi. Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins:
1. Fundarsetning og fundarstjórn, Jón Pétur Jónsson.
2. Kynning á áfangaskýrslu um endurbætur Grafarholtsvallar, Björn Víglundsson.
3. Kynning á niðurstöðum skoðunarkönnunar Capacent, Trausti Ágústsson.
4. Kaffihlé 15 mínútur.
5. Umræður um skoðanakönnunina og áfangaskýrslu Grafarholtsins.
6. Kynning á stöðu framkvæmda á nýju holum á Korpúlfsstöðum, Ágúst Jensson.
7. Kynning á hvernig 27 holur á Korpúlfsstöðum verða leiknar, Garðar Eyland.
Fundarritari, Magnús Oddsson.