Vinsælar ferðir til Orlando og Barcelona hjá Trans Atlantic
„Það er óhætt að segja að auglýstar ferðir okkar til Orlando og Barcelona hafi vakið eftirtekt,“ segir Júlíus Guðmundsson hjá Trans Atlantic ferðaskrifstofunni sem hóf fyrr á þessu ári að bjóða golfferðir til Flórída og Spánar.
Júlíus segir að spennandi tímar séu framundan og ekki sé hægt annað en að vera bjartsýnn fyrir næsta ár. „Þeim fer nú fækkandi sætunum sem í boði voru fyrir haustið en svo byrjum við strax í janúar 2016 með ferðir til Orlando. Það eru þegar nokkrar um fyrirspurnir í þessar ferðir sem verða í boði, ein ferð í janúar, önnur í febrúar og svo bjóðum við tvær ferðir í mars og önnur þeirra verður páskaferð. Í apríl verða svo með tvær ferðir en þetta er allt að koma inn á heimasíðuna okkar núna á næstu dögum.
Vorið 2016 bjóðum við einnig golfferðir á Barcelona svæðið, 5 daga páskaferð sem dæmi og er eftirspurn í hana þegar orðin það mikil að við erum að athuga núna hvort við getum fjölgað sætum.
Áfangastaðir okkar í Orlando eru sérlega glæsilegir og þekktir, sem dæmi, Rosen Shingle Creek Resort og hins vegar Reunion golfsvæðið en þar erum við með tvenns konar gistingu í boði. Ódýrustu ferðirnir voru frá 219 þús. kr. en þar er um að ræða 8 nátta ferðir í beinu flugi til Orlando með Icelandair, með 7 golfhringjum, golfbíl, morgunmat og kvöldverði, akstri og flutningi á golfsetti.
Í Barcelona erum við með 3 golfsvæði og verð frá 189.900 kr. fyrir vikuferð. Þar sem er innifalið ótakmarkað golf með golfbíl, hálft fæði og ótakmarkaður aðgangur á æfingasvæði, sagði Júlíus.
Reunion hótelið í Orlando. Við það eru þrír golfvellir.
Úrval valla í nágrenni Barcelona eru í boði en borgin er sífellt að verða vinsælli áfangastaður hjá Íslendingum.