Watson kominn í þriðja sæti FedEx listans
Bubba Watson varð um helgina fyrsti kylfingurinn til þess að sigra á þremur PGA mótum á þessu tímabili. Eftir sigurinn er hann einnig búinn að sigra á 12 PGA mótum á ferlinum.
Við sigur helgarinn komst Watson upp í þriðja sæti FedEx listans, sem er stigalisti PGA mótaraðarinnar. Hann er nú með 1802 stig, 211 stigum minna en Dustin Johnson sem situr í efsta sætinu.
Justin Thomas er í öðru sæti, aðeins 27 stigum á eftir Johnson. Justin Rose og Jason Day er komnir í fjórða og fimmta sætið, 270 og 410 stigum á eftir Johnson.
Staða fimm efstu manna má betur sjá hér að neðan.