Westwood sýnir kroppinn
Englendingurinn Lee Westwood hefur rifið í lóðin af kappi á veirutímum og sýnir góðar lyftur fáklæddur í æfingaherberginu á Instagram síðu sinni. Westwood hefur náð eftirtektarverðum árangri á síðustu árum sem hann þakkar að mestu vegna breyta í andlega þættinum.
Lee segist fara í golfmót núna án pressu frá sjálfum sér og leyfi sér að vera „kærulaus“. Hafi alla vega ekki áhyggjur af því þó honum verði á mistök. Þessar breytingar hafa skilað sér í betri árangri í mótum undanfarin tvö ár en Englendingurinn er 46 ára á árinu. Kappinn hefur verið fastamaður í Ryderliði Evrópu undanfarin tuttugu ár og hefur verið í hópi bestu kylfinga heims í langan tíma.