„Einn flottasti völlur landsins að mínu mati,“ segir Sigurpáll Geir Sveinsson
Þeir eru margir fallegir golfvellirnir á Íslandi og margir þeirra eru fjarri þeim sem eru kannski hvað mest sóttir. Einn þessara valla er á Höfn í Hornafirði.
Sigurpáll Geir Sveinsson sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari, árið 1994, 1998 og 2002 og er yfir golfkennslu Golfklúbbs Suðurnesja, heimsótti völlinn á dögunum.
„Einn flottasti völlur landsins að mínu mati. Þrjár geggjaðar par 3 holur. Allar holur eru með karakter og vel staðsettar með hættum á flestum holum.
Ástandið er frábært, vel grónar og mjúkar flatir, hraðar og gjörsamlega eins og teppi. Ég var agndofa yfir þessari perlu hjá vinum mínum á Höfn og þetta er að mínu mati „must visit“ níu holu perla.“




